Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 18:45 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. vísir/sigurjón Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira