Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 18:45 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. vísir/sigurjón Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira