„Er ég áhyggjufullur? Já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2021 07:02 Landin í leik gegn Füchse Berlin undir lok síðasta mánaðar. Martin Rose/Getty Images Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira