Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:25 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR í gærkvöldi. Landhelgisgæslan Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb. Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát. Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát.
Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04