Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:25 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR í gærkvöldi. Landhelgisgæslan Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb. Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát. Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát.
Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04