Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni? Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri Grænna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira