Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2021 11:11 Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju í afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Því ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar sé ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu, ef marka má Björn Leví. Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. „Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis. Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis.
Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira