Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Pep Guardiola með Oleksandr Zinchenko eftir einn leikinn hjá Manchester City. EPA-EFE/ALAN WALTER Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira