Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Pep Guardiola með Oleksandr Zinchenko eftir einn leikinn hjá Manchester City. EPA-EFE/ALAN WALTER Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira