Kraftar menntunar leysast úr læðingi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:30 Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun