Leikmenn frá PSG, Milan, Sevilla og Leipzig í franska U-21 árs liðinu sem mætir Íslandi á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Lyon-maðurinn Houssem Aouar er einn fjölmargra hæfileikaríkra leikmanna í franska U-21 árs landsliðinu sem keppir á EM. epa/SEBASTIEN NOGIER Frakkar hafa tilkynnt lokahóp sinn fyrir EM U-21 árs landsliða sem hefst í næstu viku. Ísland er með Frakklandi í riðli og liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar. Franski hópurinn er ekki árennilegur en þar eru leikmenn frá félögum á borð við Paris Saint-Germain, AC Milan, Lyon, Sevilla og RB Leipzig. Meðal leikmanna í franska hópnum má nefna miðjumanninn Houssem Aouar sem var í liði Lyon sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. Eduardo Camavinga er einnig í hópnum en þessi bráðefnilegi miðjumaður er í lykilhlutverki hjá Rennes og hefur þegar spilað og skorað fyrir franska A-landsliðið. Annar miðjumaður sem flestir kannast við er Matteo Guendouzi sem er í láni hjá Herthu Berlin frá Arsenal. Vörnin er heldur ekki illa skipuð en þar má meðal annars finna Wesley Fofana hjá Leicester City, Ibrahima Konaté, leikmann Leipzig, og hinn eftirsótta Jules Koundé hjá Sevilla. Meðal markvarða í franska hópnum er Illan Meslier, aðalmarkvörður Leeds United. Meðal framherja í franska hópnum er svo Odsonne Édouard hjá Celtic sem hefur skorað fimmtán mörk í tíu leikjum fyrir U-21 árs landslið Frakka auk þess að skora grimmt í Skotlandi á undanförnum árum. Íslenski hópurinn fyrir EM U-21 árs liða verður tilkynntur á fimmtudaginn. Auk Íslands og Frakklands eru Rússland og Danmörk í C-riðli mótsins. Franska hópinn má sjá hér fyrir neðan. Franska U-21 árs landsliðið er ógnarsterkt. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Franski hópurinn er ekki árennilegur en þar eru leikmenn frá félögum á borð við Paris Saint-Germain, AC Milan, Lyon, Sevilla og RB Leipzig. Meðal leikmanna í franska hópnum má nefna miðjumanninn Houssem Aouar sem var í liði Lyon sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. Eduardo Camavinga er einnig í hópnum en þessi bráðefnilegi miðjumaður er í lykilhlutverki hjá Rennes og hefur þegar spilað og skorað fyrir franska A-landsliðið. Annar miðjumaður sem flestir kannast við er Matteo Guendouzi sem er í láni hjá Herthu Berlin frá Arsenal. Vörnin er heldur ekki illa skipuð en þar má meðal annars finna Wesley Fofana hjá Leicester City, Ibrahima Konaté, leikmann Leipzig, og hinn eftirsótta Jules Koundé hjá Sevilla. Meðal markvarða í franska hópnum er Illan Meslier, aðalmarkvörður Leeds United. Meðal framherja í franska hópnum er svo Odsonne Édouard hjá Celtic sem hefur skorað fimmtán mörk í tíu leikjum fyrir U-21 árs landslið Frakka auk þess að skora grimmt í Skotlandi á undanförnum árum. Íslenski hópurinn fyrir EM U-21 árs liða verður tilkynntur á fimmtudaginn. Auk Íslands og Frakklands eru Rússland og Danmörk í C-riðli mótsins. Franska hópinn má sjá hér fyrir neðan. Franska U-21 árs landsliðið er ógnarsterkt.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki