Þingið gerði mistök Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2021 15:00 Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau. Byrjum samt á því jákvæða. Í lok síðasta árs steig Alþingi gríðarstórt framfaraskref þegar samþykkt var að bjóða upp á hlutlausa skráningu kyns. Áralöng barátta kynsegin samfélagsins birtist á ofureinfaldan hátt sem valmöguleiki í fellivalmynd hjá Þjóðskrá: „Kynsegin/annað.“ Það sem af er ári hefur Þjóðskrá afgreitt 34 beiðnir um leiðrétta skráningu á kyni. Þrjátíu og fjórir einstaklingar sem loksins geta skráð sig eins og þau vilja og er fullt tilefni til að senda þeim, vinum og fjölskyldu hamingjuóskir. En þá komum við að klúðrinu. Okkur á Alþingi yfirsást svolítið þegar við samþykktum lög um kynrænt sjálfræði. Þessir 34 einstaklingar hafa þurft að reiða fram 9000 krónur fyrir þennan mikilvæga áfanga. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunverulegur vilji alþingismanna að hafa þennan hóp að féþúfu, líta á kynskráningu þeirra sem sérstaka tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Einhverjum kann ekki að þykja 9000 krónur há upphæð - en þó að þetta væri ódýrara þá væri þetta samt óréttlátt. Jafnræði og sanngirni Þetta snýst enda um jafnræði. Hvernig getum við réttlætt að af þeim 17 atriðum sem skráð eru í þjóðskrá séu breytingar á kyni og nafni þær einu sem rukkað er fyrir? Þjóðskrá er ein mikilvægasta grunnskrá hins opinbera, með grundvallarupplýsingum um alla einstaklinga í landinu, og það eru beinlínis markmið laga um skráningu einstaklinga að skráin sé áreiðanleg. Níu þúsund króna gjaldtaka fyrir breytingar á einstaka liðum er til þess eins fallin að letja fólk frá því að reiða fram áreiðanlegar upplýsingar. Það þjónar ekki almannahag og það þjónar ekki markmiðum laganna. Að sama skapi snýst þetta einfaldlega um sanngirni. Þessar 9000 krónur, sem 34 einstaklingar hafa þurft að borga það sem af er ári, eru upphæð sem ríkissjóð munar ekki neitt um. En þetta eru 9.000 krónur sem þessa einstaklinga getur vel munað um, eins og Trans Ísland hefur bent á.Trans fólk er jaðarsett, jafnt hér á landi sem annars staðar, og því ekki sjálfsagt mál að það geti reitt fram þessa fjárhæð. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður; t.a.m. er trans fólk líklegra til að eiga erfitt með að fá vinnu, erfiðara með að fá húsnæði og ganga í skóla sökum mismununar og fordóma. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að trans fólk er oft í dýru ferli. Það þarf að greiða lyfjakostnað. Það þarf að greiða fyrir meðferðir eða aðgerðir tengdar ferlinu sem oft falla að allt of litlu leyti undir þak sjúkratrygginga. Kostnaði hrúgað á fólk Á meðan Alþingi hefur ekki leiðrétt þessi mistök sín í lögunum þá tók Trans Ísland það að sér að stofna styrktarsjóð fyrir fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu hjá Þjóðskrá. Þannig á það ekki að þurfa að vera. Það á einfaldlega að vera þannig að þessi skrá sé ókeypis. Það verður ekki heldur litið hjá því að þegar búið er að leiðrétta skráningu kyns og nafns í Þjóðskrá þá er ýmis annar kostnaður sem hið opinbera mun fá greiddan frá því fólki. Fólk þarf að kaupa sér ný vegabréf fyrir 13.000 krónur, nýtt ökuskírteini fyrir 8000 krónur - þannig að þessi tilgangslausi 9000 krónu upphafskostnaður bara hrúgast ofan á önnur útgjöld. Útgjöld sem ríkið ætti ekki og þarf ekki að leggja á fólk. Lögum mistökin Því hef ég, í samfloti við 11 aðra þingmenn, lagt til að þessi gjaldtaka verði afnumin. Frumvarp mitt er einfalt og ég vona að það nái hratt og vel fram að ganga. Við þurfum að horfast í augu við það að þingið gerði mistök þegar það ákvað að fólk þyrfti að borga 9000 krónur til að leiðrétta skráningu kyns. Þetta frumvarp snýst bara um það að leiðrétta mistök og afnema transskattinn. Transskatturinn er óréttlátur því hann gengur gegn þeirri almennu reglu að breytingar á þjóðskrá séu gjaldfrjálsar. Hann er til óþurftar vegna þess þjóðskrá verður lélegri grunnskrá en ella og hann er ósanngjarn af því að hann gerir hóp fólks að féþúfu. Hóp sem við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Málefni transfólks Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau. Byrjum samt á því jákvæða. Í lok síðasta árs steig Alþingi gríðarstórt framfaraskref þegar samþykkt var að bjóða upp á hlutlausa skráningu kyns. Áralöng barátta kynsegin samfélagsins birtist á ofureinfaldan hátt sem valmöguleiki í fellivalmynd hjá Þjóðskrá: „Kynsegin/annað.“ Það sem af er ári hefur Þjóðskrá afgreitt 34 beiðnir um leiðrétta skráningu á kyni. Þrjátíu og fjórir einstaklingar sem loksins geta skráð sig eins og þau vilja og er fullt tilefni til að senda þeim, vinum og fjölskyldu hamingjuóskir. En þá komum við að klúðrinu. Okkur á Alþingi yfirsást svolítið þegar við samþykktum lög um kynrænt sjálfræði. Þessir 34 einstaklingar hafa þurft að reiða fram 9000 krónur fyrir þennan mikilvæga áfanga. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunverulegur vilji alþingismanna að hafa þennan hóp að féþúfu, líta á kynskráningu þeirra sem sérstaka tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Einhverjum kann ekki að þykja 9000 krónur há upphæð - en þó að þetta væri ódýrara þá væri þetta samt óréttlátt. Jafnræði og sanngirni Þetta snýst enda um jafnræði. Hvernig getum við réttlætt að af þeim 17 atriðum sem skráð eru í þjóðskrá séu breytingar á kyni og nafni þær einu sem rukkað er fyrir? Þjóðskrá er ein mikilvægasta grunnskrá hins opinbera, með grundvallarupplýsingum um alla einstaklinga í landinu, og það eru beinlínis markmið laga um skráningu einstaklinga að skráin sé áreiðanleg. Níu þúsund króna gjaldtaka fyrir breytingar á einstaka liðum er til þess eins fallin að letja fólk frá því að reiða fram áreiðanlegar upplýsingar. Það þjónar ekki almannahag og það þjónar ekki markmiðum laganna. Að sama skapi snýst þetta einfaldlega um sanngirni. Þessar 9000 krónur, sem 34 einstaklingar hafa þurft að borga það sem af er ári, eru upphæð sem ríkissjóð munar ekki neitt um. En þetta eru 9.000 krónur sem þessa einstaklinga getur vel munað um, eins og Trans Ísland hefur bent á.Trans fólk er jaðarsett, jafnt hér á landi sem annars staðar, og því ekki sjálfsagt mál að það geti reitt fram þessa fjárhæð. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður; t.a.m. er trans fólk líklegra til að eiga erfitt með að fá vinnu, erfiðara með að fá húsnæði og ganga í skóla sökum mismununar og fordóma. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að trans fólk er oft í dýru ferli. Það þarf að greiða lyfjakostnað. Það þarf að greiða fyrir meðferðir eða aðgerðir tengdar ferlinu sem oft falla að allt of litlu leyti undir þak sjúkratrygginga. Kostnaði hrúgað á fólk Á meðan Alþingi hefur ekki leiðrétt þessi mistök sín í lögunum þá tók Trans Ísland það að sér að stofna styrktarsjóð fyrir fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu hjá Þjóðskrá. Þannig á það ekki að þurfa að vera. Það á einfaldlega að vera þannig að þessi skrá sé ókeypis. Það verður ekki heldur litið hjá því að þegar búið er að leiðrétta skráningu kyns og nafns í Þjóðskrá þá er ýmis annar kostnaður sem hið opinbera mun fá greiddan frá því fólki. Fólk þarf að kaupa sér ný vegabréf fyrir 13.000 krónur, nýtt ökuskírteini fyrir 8000 krónur - þannig að þessi tilgangslausi 9000 krónu upphafskostnaður bara hrúgast ofan á önnur útgjöld. Útgjöld sem ríkið ætti ekki og þarf ekki að leggja á fólk. Lögum mistökin Því hef ég, í samfloti við 11 aðra þingmenn, lagt til að þessi gjaldtaka verði afnumin. Frumvarp mitt er einfalt og ég vona að það nái hratt og vel fram að ganga. Við þurfum að horfast í augu við það að þingið gerði mistök þegar það ákvað að fólk þyrfti að borga 9000 krónur til að leiðrétta skráningu kyns. Þetta frumvarp snýst bara um það að leiðrétta mistök og afnema transskattinn. Transskatturinn er óréttlátur því hann gengur gegn þeirri almennu reglu að breytingar á þjóðskrá séu gjaldfrjálsar. Hann er til óþurftar vegna þess þjóðskrá verður lélegri grunnskrá en ella og hann er ósanngjarn af því að hann gerir hóp fólks að féþúfu. Hóp sem við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun