Þingið gerði mistök Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2021 15:00 Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau. Byrjum samt á því jákvæða. Í lok síðasta árs steig Alþingi gríðarstórt framfaraskref þegar samþykkt var að bjóða upp á hlutlausa skráningu kyns. Áralöng barátta kynsegin samfélagsins birtist á ofureinfaldan hátt sem valmöguleiki í fellivalmynd hjá Þjóðskrá: „Kynsegin/annað.“ Það sem af er ári hefur Þjóðskrá afgreitt 34 beiðnir um leiðrétta skráningu á kyni. Þrjátíu og fjórir einstaklingar sem loksins geta skráð sig eins og þau vilja og er fullt tilefni til að senda þeim, vinum og fjölskyldu hamingjuóskir. En þá komum við að klúðrinu. Okkur á Alþingi yfirsást svolítið þegar við samþykktum lög um kynrænt sjálfræði. Þessir 34 einstaklingar hafa þurft að reiða fram 9000 krónur fyrir þennan mikilvæga áfanga. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunverulegur vilji alþingismanna að hafa þennan hóp að féþúfu, líta á kynskráningu þeirra sem sérstaka tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Einhverjum kann ekki að þykja 9000 krónur há upphæð - en þó að þetta væri ódýrara þá væri þetta samt óréttlátt. Jafnræði og sanngirni Þetta snýst enda um jafnræði. Hvernig getum við réttlætt að af þeim 17 atriðum sem skráð eru í þjóðskrá séu breytingar á kyni og nafni þær einu sem rukkað er fyrir? Þjóðskrá er ein mikilvægasta grunnskrá hins opinbera, með grundvallarupplýsingum um alla einstaklinga í landinu, og það eru beinlínis markmið laga um skráningu einstaklinga að skráin sé áreiðanleg. Níu þúsund króna gjaldtaka fyrir breytingar á einstaka liðum er til þess eins fallin að letja fólk frá því að reiða fram áreiðanlegar upplýsingar. Það þjónar ekki almannahag og það þjónar ekki markmiðum laganna. Að sama skapi snýst þetta einfaldlega um sanngirni. Þessar 9000 krónur, sem 34 einstaklingar hafa þurft að borga það sem af er ári, eru upphæð sem ríkissjóð munar ekki neitt um. En þetta eru 9.000 krónur sem þessa einstaklinga getur vel munað um, eins og Trans Ísland hefur bent á.Trans fólk er jaðarsett, jafnt hér á landi sem annars staðar, og því ekki sjálfsagt mál að það geti reitt fram þessa fjárhæð. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður; t.a.m. er trans fólk líklegra til að eiga erfitt með að fá vinnu, erfiðara með að fá húsnæði og ganga í skóla sökum mismununar og fordóma. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að trans fólk er oft í dýru ferli. Það þarf að greiða lyfjakostnað. Það þarf að greiða fyrir meðferðir eða aðgerðir tengdar ferlinu sem oft falla að allt of litlu leyti undir þak sjúkratrygginga. Kostnaði hrúgað á fólk Á meðan Alþingi hefur ekki leiðrétt þessi mistök sín í lögunum þá tók Trans Ísland það að sér að stofna styrktarsjóð fyrir fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu hjá Þjóðskrá. Þannig á það ekki að þurfa að vera. Það á einfaldlega að vera þannig að þessi skrá sé ókeypis. Það verður ekki heldur litið hjá því að þegar búið er að leiðrétta skráningu kyns og nafns í Þjóðskrá þá er ýmis annar kostnaður sem hið opinbera mun fá greiddan frá því fólki. Fólk þarf að kaupa sér ný vegabréf fyrir 13.000 krónur, nýtt ökuskírteini fyrir 8000 krónur - þannig að þessi tilgangslausi 9000 krónu upphafskostnaður bara hrúgast ofan á önnur útgjöld. Útgjöld sem ríkið ætti ekki og þarf ekki að leggja á fólk. Lögum mistökin Því hef ég, í samfloti við 11 aðra þingmenn, lagt til að þessi gjaldtaka verði afnumin. Frumvarp mitt er einfalt og ég vona að það nái hratt og vel fram að ganga. Við þurfum að horfast í augu við það að þingið gerði mistök þegar það ákvað að fólk þyrfti að borga 9000 krónur til að leiðrétta skráningu kyns. Þetta frumvarp snýst bara um það að leiðrétta mistök og afnema transskattinn. Transskatturinn er óréttlátur því hann gengur gegn þeirri almennu reglu að breytingar á þjóðskrá séu gjaldfrjálsar. Hann er til óþurftar vegna þess þjóðskrá verður lélegri grunnskrá en ella og hann er ósanngjarn af því að hann gerir hóp fólks að féþúfu. Hóp sem við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Málefni transfólks Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau. Byrjum samt á því jákvæða. Í lok síðasta árs steig Alþingi gríðarstórt framfaraskref þegar samþykkt var að bjóða upp á hlutlausa skráningu kyns. Áralöng barátta kynsegin samfélagsins birtist á ofureinfaldan hátt sem valmöguleiki í fellivalmynd hjá Þjóðskrá: „Kynsegin/annað.“ Það sem af er ári hefur Þjóðskrá afgreitt 34 beiðnir um leiðrétta skráningu á kyni. Þrjátíu og fjórir einstaklingar sem loksins geta skráð sig eins og þau vilja og er fullt tilefni til að senda þeim, vinum og fjölskyldu hamingjuóskir. En þá komum við að klúðrinu. Okkur á Alþingi yfirsást svolítið þegar við samþykktum lög um kynrænt sjálfræði. Þessir 34 einstaklingar hafa þurft að reiða fram 9000 krónur fyrir þennan mikilvæga áfanga. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunverulegur vilji alþingismanna að hafa þennan hóp að féþúfu, líta á kynskráningu þeirra sem sérstaka tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Einhverjum kann ekki að þykja 9000 krónur há upphæð - en þó að þetta væri ódýrara þá væri þetta samt óréttlátt. Jafnræði og sanngirni Þetta snýst enda um jafnræði. Hvernig getum við réttlætt að af þeim 17 atriðum sem skráð eru í þjóðskrá séu breytingar á kyni og nafni þær einu sem rukkað er fyrir? Þjóðskrá er ein mikilvægasta grunnskrá hins opinbera, með grundvallarupplýsingum um alla einstaklinga í landinu, og það eru beinlínis markmið laga um skráningu einstaklinga að skráin sé áreiðanleg. Níu þúsund króna gjaldtaka fyrir breytingar á einstaka liðum er til þess eins fallin að letja fólk frá því að reiða fram áreiðanlegar upplýsingar. Það þjónar ekki almannahag og það þjónar ekki markmiðum laganna. Að sama skapi snýst þetta einfaldlega um sanngirni. Þessar 9000 krónur, sem 34 einstaklingar hafa þurft að borga það sem af er ári, eru upphæð sem ríkissjóð munar ekki neitt um. En þetta eru 9.000 krónur sem þessa einstaklinga getur vel munað um, eins og Trans Ísland hefur bent á.Trans fólk er jaðarsett, jafnt hér á landi sem annars staðar, og því ekki sjálfsagt mál að það geti reitt fram þessa fjárhæð. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður; t.a.m. er trans fólk líklegra til að eiga erfitt með að fá vinnu, erfiðara með að fá húsnæði og ganga í skóla sökum mismununar og fordóma. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að trans fólk er oft í dýru ferli. Það þarf að greiða lyfjakostnað. Það þarf að greiða fyrir meðferðir eða aðgerðir tengdar ferlinu sem oft falla að allt of litlu leyti undir þak sjúkratrygginga. Kostnaði hrúgað á fólk Á meðan Alþingi hefur ekki leiðrétt þessi mistök sín í lögunum þá tók Trans Ísland það að sér að stofna styrktarsjóð fyrir fólk sem vildi leiðrétta kynskráningu hjá Þjóðskrá. Þannig á það ekki að þurfa að vera. Það á einfaldlega að vera þannig að þessi skrá sé ókeypis. Það verður ekki heldur litið hjá því að þegar búið er að leiðrétta skráningu kyns og nafns í Þjóðskrá þá er ýmis annar kostnaður sem hið opinbera mun fá greiddan frá því fólki. Fólk þarf að kaupa sér ný vegabréf fyrir 13.000 krónur, nýtt ökuskírteini fyrir 8000 krónur - þannig að þessi tilgangslausi 9000 krónu upphafskostnaður bara hrúgast ofan á önnur útgjöld. Útgjöld sem ríkið ætti ekki og þarf ekki að leggja á fólk. Lögum mistökin Því hef ég, í samfloti við 11 aðra þingmenn, lagt til að þessi gjaldtaka verði afnumin. Frumvarp mitt er einfalt og ég vona að það nái hratt og vel fram að ganga. Við þurfum að horfast í augu við það að þingið gerði mistök þegar það ákvað að fólk þyrfti að borga 9000 krónur til að leiðrétta skráningu kyns. Þetta frumvarp snýst bara um það að leiðrétta mistök og afnema transskattinn. Transskatturinn er óréttlátur því hann gengur gegn þeirri almennu reglu að breytingar á þjóðskrá séu gjaldfrjálsar. Hann er til óþurftar vegna þess þjóðskrá verður lélegri grunnskrá en ella og hann er ósanngjarn af því að hann gerir hóp fólks að féþúfu. Hóp sem við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við. Höfundur er þingmaður Pírata.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun