„Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:00 Eiður Welding ræðir málefni fatlaðra í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. „Ég fer svolítið út fyrir boxið og eyði þessu boxi bara,“ segir Eiður meðal annars í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hann segist ekki vera eins og flestir unglingar heldur ótrúlega sérstakur drengur. Hann fæddist með CP notar mikið húmor í sinni fötlunarfræðslu og gerir óspart grín að sjálfum sér. „Við þurfum að leggja mikla áherslu á fötlunarfræði í samfélaginu. Ég er búin að vera að halda fötlunarfræðslu fyrir skóla, frístund og fullt af fyrirtækjum og stofnunum sem að vinna með börnum. Ég hef tekið eftir því að það er rosalegur áhugi fyrir því að fá þessa fræðslu, fá að sjá hvernig ég sem fatlað barn upplifi samfélagið.“ Eiður segir að hann leggi mikla áherslu á að skapa þannig aðstæður að yngri kynslóðir fái að taka þátt í samfélaginu til fulls. Hluti af því markmiði er fræðsla, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Heppinn að vera með CP Eiður er nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, situr í stjórn CP félagsins og er auk þess stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir að það viti ekki allir af því að hægt er að fá inn fötlunarfræðslu frá einstaklingum eins og honum sjálfum, einhverjum sem þekkir málaflokkinn svona vel í gegnum eigin reynslu. „Það er mikilvægt að fá inn fötlunarfræðara eins og mig sem veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi, en ekki bara einhvern svona fræðimann sem las það í bók.“ Eiður segir að samfélagið hér á landi einkennist mikið af þekkingarleysi. Að hans mati er Ísland langt komið og vel þróað samfélag, nema hvað varðar fatlanir. Sjálfur hefur hann einstaklega jákvætt viðhorf gagnvart eigin fötlun. „Mér finnst ég svo heppinn að vera með CP, því ef ég væri ekki með CP þá hefði ég kannski ekki kynnst þessu æðislega fólki sem ég þekki í dag eða tekið þátt í því frábæra starfi sem ég er að taka þátt í.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um félagslífið, viðbrögð fólks þegar það heyrir að hann er með CP og einnig mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eiður Axelsson Welding Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir og Sigga Heimis. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sorgartilfinningar sem maður hefur samviskubit yfir að hafa“ „Þegar við misstum fyrsta barnið okkar fannst mér lífið hrynja. Ég man að fyrstu vikurnar fannst mér eins og ég myndi aldrei líta glaðan dag aftur. En auðvitað var það ekki þannig,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Spjallinu með Góðvild. 10. mars 2021 07:01 „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32 Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
„Ég fer svolítið út fyrir boxið og eyði þessu boxi bara,“ segir Eiður meðal annars í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hann segist ekki vera eins og flestir unglingar heldur ótrúlega sérstakur drengur. Hann fæddist með CP notar mikið húmor í sinni fötlunarfræðslu og gerir óspart grín að sjálfum sér. „Við þurfum að leggja mikla áherslu á fötlunarfræði í samfélaginu. Ég er búin að vera að halda fötlunarfræðslu fyrir skóla, frístund og fullt af fyrirtækjum og stofnunum sem að vinna með börnum. Ég hef tekið eftir því að það er rosalegur áhugi fyrir því að fá þessa fræðslu, fá að sjá hvernig ég sem fatlað barn upplifi samfélagið.“ Eiður segir að hann leggi mikla áherslu á að skapa þannig aðstæður að yngri kynslóðir fái að taka þátt í samfélaginu til fulls. Hluti af því markmiði er fræðsla, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Heppinn að vera með CP Eiður er nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, situr í stjórn CP félagsins og er auk þess stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir að það viti ekki allir af því að hægt er að fá inn fötlunarfræðslu frá einstaklingum eins og honum sjálfum, einhverjum sem þekkir málaflokkinn svona vel í gegnum eigin reynslu. „Það er mikilvægt að fá inn fötlunarfræðara eins og mig sem veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi, en ekki bara einhvern svona fræðimann sem las það í bók.“ Eiður segir að samfélagið hér á landi einkennist mikið af þekkingarleysi. Að hans mati er Ísland langt komið og vel þróað samfélag, nema hvað varðar fatlanir. Sjálfur hefur hann einstaklega jákvætt viðhorf gagnvart eigin fötlun. „Mér finnst ég svo heppinn að vera með CP, því ef ég væri ekki með CP þá hefði ég kannski ekki kynnst þessu æðislega fólki sem ég þekki í dag eða tekið þátt í því frábæra starfi sem ég er að taka þátt í.“ Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hann einnig um félagslífið, viðbrögð fólks þegar það heyrir að hann er með CP og einnig mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Klippa: Spjallið með Góðvild - Eiður Axelsson Welding Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir og Sigga Heimis. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þáttastjórnendur eru Sigurður Hólmar Jóhannesson, Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir og Sigga Heimis. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sorgartilfinningar sem maður hefur samviskubit yfir að hafa“ „Þegar við misstum fyrsta barnið okkar fannst mér lífið hrynja. Ég man að fyrstu vikurnar fannst mér eins og ég myndi aldrei líta glaðan dag aftur. En auðvitað var það ekki þannig,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Spjallinu með Góðvild. 10. mars 2021 07:01 „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32 Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
„Sorgartilfinningar sem maður hefur samviskubit yfir að hafa“ „Þegar við misstum fyrsta barnið okkar fannst mér lífið hrynja. Ég man að fyrstu vikurnar fannst mér eins og ég myndi aldrei líta glaðan dag aftur. En auðvitað var það ekki þannig,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í Spjallinu með Góðvild. 10. mars 2021 07:01
„Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. 2. mars 2021 12:32
Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01