Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:16 Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. Getty/Kevin Winter Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Grammy Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Grammy Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira