Berglind Björg skoraði eina mark Le havre í 4-1 tapi gegn Montpellier á heimavelli.
Íslenski framherjinn minnkaði muninn í 2-1 á 65. mínútu en Le Havre hefur tapað þrettán af sextán leikjum sínum.
Liðið er á botni deildarinnar með fimm stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
65e : BUT !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! La réduction du score signée Thorvaldsdottir !#HACMHSC 1 - 2 #D1Arkema pic.twitter.com/TtP5LNVYAb
— HAC Féminines (@hacfem) March 13, 2021
Berglind spilaði allan leikinn. Sömu sögu má segja af þeim Örnu Björk Kristjánsdóttur og Andreu Rán Hauksdóttur sem leika einnig með Le Havre.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg sem vann 3-0 sigur á Hobro í dönsku B-deildinni.
Eftir sigurinn er Silkeborg komið upp í annað sæti deildarinnar.
@SilkeborgIF mod @hikfodbold kl 14.00 på DS Arena: pic.twitter.com/VH8hoIAIQN
— Silkeborg IF (@SilkeborgIF) March 13, 2021
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem vann 1-0 útisigur á Frosinone í ítölsku B-deildinni.
Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður en Brescia er nú einungis sex stigum frá umspilssæti.
Bjarki Steinn Bjarkason spilaði síðustu sjö mínúturnar er Venezia gerði 1-1 jafntefli við Ascoli.
Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi Venezia sem er í fimmta sætinu með 46 stig.