Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:23 Héraðsdómur úrskurðaði að bifreiðin sem Smart bílar seldu stefnanda hafi verið gallaður samkvæmt lögum. Vísir/vilhelm Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira