Eldgos í sjó möguleiki Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 11:57 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga í dag. Skjáskot/Map.is Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23