„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2021 12:02 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss og stefnir á methlaup í maraþoni eftir rúma viku. Mynd/ÍSÍ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira