Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 18:31 Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00
Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47
Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21