Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 12:19 Landspítali í Fossvogi. Vísir/vilhelm Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58