Átti í erfiðleikum með samskipti eftir eineltið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 14:30 Hjörtur Jóhann starfar í dag sem leikari í Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”