Átti í erfiðleikum með samskipti eftir eineltið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 14:30 Hjörtur Jóhann starfar í dag sem leikari í Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira