Brynjólfur: Er að bíða eftir að EM-hópurinn verði valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir Evrópumót 21 árs landsliða seinna í þessum mánuði. Skjámynd/S2 Sport Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson mun hefja atvinnumannaferilinn í Noregi seinna í vor en fyrst á dagskrá er að hjálpa íslenska 21 árs landsliðinu á Evrópumótinu seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti