Kosning þingkonu og umboð hennar til starfa Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:31 Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Norðvesturkjördæmi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun