Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs, 115-104, í Texasslag. Kristaps Porzingis skoraði 28 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Dallas sem hefur unnið fjóra leiki í röð.
Eins og svo oft áður var Luka Doncic með þrefalda tvennu hjá Dallas; 22 stig, tólf fráköst og tólf stoðsendingar.
Big nights from Doncic and Porzingis fuel the @dallasmavs 4th straight win! #MFFL @luka7doncic: 22 PTS, 12 REB, 12 AST@kporzee: 28 PTS (13 in 4th), 14 REB pic.twitter.com/qtyWWnPRDT
— NBA (@NBA) March 11, 2021
DeMar DeRozan skoraði þrjátíu stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio sem er í 7. sæti Vesturdeildarinnar, einu sæti á undan Dallas.
Memphis Grizzlies hélt stigahæsta leikmanni deildarinnar, Bradley Beal, í aðeins 21 stigi þegar liðið vann Washington Wizards, 127-112, á heimavelli. Beal hitti aðeins úr sex af 22 skotum sínum í leiknum.
Jonas Valanciunas var með tröllatvennu í liði Memphis; 29 stig og tuttugu fráköst. Ja Morant, nýliði ársins á síðasta tímabili, skoraði 21 stig og gaf tíu stoðsendingar.
Monster night for JV! @JValanciunas tallies 29 PTS, 20 REB, 4 BLK in the @memgrizz home W! pic.twitter.com/T3GyrZMIU0
— NBA (@NBA) March 11, 2021
Úrslitin í nótt
- Dallas 115-104 San Antonio
- Memphis 127-112 Washington

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.