Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 21:08 Sumir sérfræðingar segja að bólusetningarátakið ætti ekki að miða að hjarðónæmi, heldur að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. epa/Abir Sultan Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Guardian hefur eftir Boaz Lev, sem fer fyrir bólusetningarátakinu í Ísrael, að jafnvel minniháttar aukaverkanir hafi verið fátíðar meðal ungmenna. Meðal bólusettra voru börn með slímseigjusjúkdóm, sem hefur áhrif á lungun. Bólusetningarnar voru ekki þáttur í rannsókn en Pfizer hefur hafið rannsókn á áhrifum bólusetninga hjá 12 til 15 ára og hyggur á aðra fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Þá hefur Oxford-háskóli tilkynnt að hann hyggist prófa AstraZeneca bóluefnið á börnum niður í 6 ára. Niðurstaða er ekki að vænta fyrr en eftir einhverja mánuði. Meira en helmingur Ísraelsmanna hefur fengið einn skammt af bóluefni og gert er ráð fyrir að um 60 prósent af íbúum landsins verði orðnir fullbólusettir innan nokkurra vikna. Það er það hlutfall sem vísindamenn hafa talað um sem mögulegan upphafspunkt hjarðónæmis. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt að vegna nýrra og meira smitandi afbrigða SARS-CoV-2 muni hjarðónæmi ef til vill ekki nást fyrr en um 90 prósent samfélagsins eru orðin ónæm. Þetta mun skapa vandamál fyrir ríki á borð við Ísrael, þar sem fjórðungur íbúa er yngri en 16 ára og verður ekki bólusettur að óbreyttu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagðist hins vegar gera ráð fyrir að bóluefni fyrir börn og ungmenni fengju samþykki í apríl eða maí. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Guardian hefur eftir Boaz Lev, sem fer fyrir bólusetningarátakinu í Ísrael, að jafnvel minniháttar aukaverkanir hafi verið fátíðar meðal ungmenna. Meðal bólusettra voru börn með slímseigjusjúkdóm, sem hefur áhrif á lungun. Bólusetningarnar voru ekki þáttur í rannsókn en Pfizer hefur hafið rannsókn á áhrifum bólusetninga hjá 12 til 15 ára og hyggur á aðra fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Þá hefur Oxford-háskóli tilkynnt að hann hyggist prófa AstraZeneca bóluefnið á börnum niður í 6 ára. Niðurstaða er ekki að vænta fyrr en eftir einhverja mánuði. Meira en helmingur Ísraelsmanna hefur fengið einn skammt af bóluefni og gert er ráð fyrir að um 60 prósent af íbúum landsins verði orðnir fullbólusettir innan nokkurra vikna. Það er það hlutfall sem vísindamenn hafa talað um sem mögulegan upphafspunkt hjarðónæmis. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt að vegna nýrra og meira smitandi afbrigða SARS-CoV-2 muni hjarðónæmi ef til vill ekki nást fyrr en um 90 prósent samfélagsins eru orðin ónæm. Þetta mun skapa vandamál fyrir ríki á borð við Ísrael, þar sem fjórðungur íbúa er yngri en 16 ára og verður ekki bólusettur að óbreyttu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagðist hins vegar gera ráð fyrir að bóluefni fyrir börn og ungmenni fengju samþykki í apríl eða maí. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira