Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2021 15:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Vísir/Vilhelm Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49
Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38
Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47