Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 10:49 Afkomendur Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA, eru einn stærsti hluthafinn í LLCP. Ingvar lést árið 2018. EPA/Anders Wiklund Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. Greint var frá því í gær að LLCP hafi keypt meirihluta hlutafjár í Creditinfo Group, móðurfélagi Creditinfo á Íslandi, en kaupverð fékkst ekki uppgefið. Þá kom fram að Reynir Grétarsson, stofnandi fyrirtækisins, myndi halda sæti sínu í stjórn félagsins og verða annar stærsti hluthafi þess en hlutur hans minnkar úr 70 prósentum í 35 prósent við söluna. Samkvæmt heimildum Markaðsins má ætla að virði hlutarins sem Reynir selji sé metið á allt að tíu milljarða króna. Reynir segir í samtali við Markaðinn að einn stærsti hluthafinn í LLCP sé sænska Kamprad-fjölskyldan, afkomendur Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Þá er framtakssjóðurinn sagður vera með um 11,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.500 milljarða króna, í stýringu og hafa fjárfest í yfir 90 fyrirtækjum. Að sögn Reynis er sá möguleiki fyrir hendi að höfuðstöðvar Creditinfo verði fluttar úr landi samhliða minnkandi vægi starfseminnar á Íslandi og breyttu eignarhaldi. Upplýsinga- og þjónustufyrirtækið Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Upplýsingatækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Greint var frá því í gær að LLCP hafi keypt meirihluta hlutafjár í Creditinfo Group, móðurfélagi Creditinfo á Íslandi, en kaupverð fékkst ekki uppgefið. Þá kom fram að Reynir Grétarsson, stofnandi fyrirtækisins, myndi halda sæti sínu í stjórn félagsins og verða annar stærsti hluthafi þess en hlutur hans minnkar úr 70 prósentum í 35 prósent við söluna. Samkvæmt heimildum Markaðsins má ætla að virði hlutarins sem Reynir selji sé metið á allt að tíu milljarða króna. Reynir segir í samtali við Markaðinn að einn stærsti hluthafinn í LLCP sé sænska Kamprad-fjölskyldan, afkomendur Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Þá er framtakssjóðurinn sagður vera með um 11,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.500 milljarða króna, í stýringu og hafa fjárfest í yfir 90 fyrirtækjum. Að sögn Reynis er sá möguleiki fyrir hendi að höfuðstöðvar Creditinfo verði fluttar úr landi samhliða minnkandi vægi starfseminnar á Íslandi og breyttu eignarhaldi. Upplýsinga- og þjónustufyrirtækið Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim.
Upplýsingatækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira