Hvaðan koma vextirnir? Indriði Stefánsson skrifar 10. mars 2021 08:31 Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Íslenskir bankar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun