Hjörtur Hermannsson orðaður við þýsk úrvalsdeildarlið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 23:30 Hjörtur Hermannsson í baráttunni gegn Raheem Sterling er Ísland mætti Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli sumarið 2020. Vísir/Hulda Margrét Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Bröndby í Danmörku og íslenska landsliðsins, er orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið Union Berlín en samningur hans við danska stórveldið rennur út næsta sumar. Hjörtur er meðal nokkurra leikmanna Bröndby sem verða samningslausir í sumar. Talið er að Bröndby vilji yngja lið sitt og er talið að hinn 26 ára gamli Hjörtur fái því ekki endurnýjun á samningi. Þá hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð þó svo hann hafi leikið flesta leiki liðsins undanfarið. Samkvæmt Tipsbladet er Hjörtur á óskalista Union Berlín sem situr í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Liðið er á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa komist upp í fyrsta skipti í sögunni vorið 2019. Talið er að Berlín vilji styrkja varnarleik sinn enn frekar og ekki skemmir fyrir að Hjörtur verður samningslaus í sumar. Hjörtur hefur verið hjá Bröndby síðan 2016 en þar áður var hann á mála hjá PSV í Hollandi. Nú virðist allt stefna til þess að hann færi sig um set til Þýskalands en ásamt Union Berlín þá vilja Augsburg og Hamburg einnig fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir. Hjörtur á að baki 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og eitt mark. Alls lék hann á sínum tíma 59 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim tíu mörk. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hjörtur er meðal nokkurra leikmanna Bröndby sem verða samningslausir í sumar. Talið er að Bröndby vilji yngja lið sitt og er talið að hinn 26 ára gamli Hjörtur fái því ekki endurnýjun á samningi. Þá hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð þó svo hann hafi leikið flesta leiki liðsins undanfarið. Samkvæmt Tipsbladet er Hjörtur á óskalista Union Berlín sem situr í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Liðið er á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa komist upp í fyrsta skipti í sögunni vorið 2019. Talið er að Berlín vilji styrkja varnarleik sinn enn frekar og ekki skemmir fyrir að Hjörtur verður samningslaus í sumar. Hjörtur hefur verið hjá Bröndby síðan 2016 en þar áður var hann á mála hjá PSV í Hollandi. Nú virðist allt stefna til þess að hann færi sig um set til Þýskalands en ásamt Union Berlín þá vilja Augsburg og Hamburg einnig fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir. Hjörtur á að baki 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd sem og eitt mark. Alls lék hann á sínum tíma 59 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim tíu mörk.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira