„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 17:19 Að sögn Kára vinnur deCODE enn hörðum höndum að því að raðgreina þá veiru sem greinist hér. Vísir/Vilhelm „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira