Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 14:39 Maðurinn fannst látinn í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir. Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir.
Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28