Hvar er besta ávöxtunin í dag? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 08:02 „Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar