Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 09:30 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að toppa á heimsleikunum undanfarin ár en hefur aftur á móti verið frábær í aðdraganda þeirra. Instagram/@sarasigmunds Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er enn að bíða eftir að draumur hennar rætist einn fallegan haustdag í Madison í Wisconsin fylki. Nú þegar nýtt CrossFit tímabil er að hefjast þá er Sara enn á ný nefnd sem ein af þeim sem eiga að geta ógnað eitthvað heimsmeistara síðustu ára Tiu-Clair Toomey. Sara hefur að flestra mati getuna og viljann til að vinna heimsleikana en eins og margoft hefur komið fram þá er hún til að leggja mikið á sig til að upplifa þann draum sinn. Hlutirnir hafa ekki gengið upp hingað til en mun það breytast í ár? Þeirri spurningu veltir Youtube síða heimsleikanna fyrr sér í nýjum þætti af Inside the Leaderboard en síðan er að telja niður þar sem The Open hefst á fimmtudaginn og markar upphafið af 2021 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Tommy Marquez fjallar þar um möguleika Söru og ræðir við nýja þjálfarann hennar um það hvernig það sé að þjálfa Söru. Sara var sinn eigin þjálfari á síðasta tímabili en Max El-Hag fékk það krefjandi starf að koma henni yfir þröskuldinn á heimsleikunum í ár. „Á síðustu árum hefur Sara náð rosalegum árangri í nethluta heimsleikanna þar sem hún hefur unnið The Open þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum,“ byrjaði Tommy Marquez þáttinn. Tommy Marquez fer yfir það hvernig Sara hefur náð enn betri árangri á undanmótum leikanna milli 2019 og 2020 en það breytti ekki niðurstöðunni á heimsleikunum. Sara varð nítjanda 2019 og svo í 21. sæti í fyrra. „Einu sinni enn tókst henni ekki að færa velgengnina í undanfaranum inn á heimsleikanna og hún datt niður um tvö sæti og komst ekki upp í gegnum fyrsta hlutann,“ sagði Marquez. „Við ætlum að skoða betur feril Söru og eitt sem er mjög áberandi eru allir þjálfarabreytingarnar sem hún hefur gert á þessari vegferð sinni,“ sagði Marquez og ræddi síðan við nýja þjálfarann Max El-Hag. watch on YouTube Max El-Hag fer meðal annars yfir það hvernig The Open skipti minna máli í ár en áður þar sem bestu sætin gefa ekki lengur farseðil á næstu heimsleika eins og undanfarin ár. „Ég veit ekki hversu miklu meiri áherslu þú þarft að setja á The Open til að ná þriðja sætinu eða til að ná fimmtánda sætinu og tryggja þig áfram í undankeppninni. Ég er ekki viss um hvort hún hafi nálgast opna hlutann vitlaust undanfarin ár en með að hafa þetta afslappara í byrjun og leggja meiri áherslu á að toppa seinna á tímabilinu þá mun það hjálpa henni að endast tímabilið. Tímabilið er bæði langt og streituvaldandi,“ sagði Max El-Hag. „Tímabilið er mjög erfitt frá mars fram í lok júlí. Ef þú kemst heill í gegnum The Open án þess að gefa of mikið af þér tilfinningalega þá er það besta í stöðunni og við ætlum að reyna að gera það,“ sagði El-Hag. Tommy Marquez spurði líka Max El-Hag um hvaða möguleika Sara hefur á því að vinna heimsmeistaratitilinn langþráða. „Við höfum augun á fjallinu sem við viljum klífa í stóru myndinni en við verðum að vera með fótana á jörðinni á leiðinni þangað og ætlum því að einbeita okkur að því að gera betur en í fyrra,“ sagði Max El-Hag. Það má sjá allt viðtalið og allan þáttinn hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er enn að bíða eftir að draumur hennar rætist einn fallegan haustdag í Madison í Wisconsin fylki. Nú þegar nýtt CrossFit tímabil er að hefjast þá er Sara enn á ný nefnd sem ein af þeim sem eiga að geta ógnað eitthvað heimsmeistara síðustu ára Tiu-Clair Toomey. Sara hefur að flestra mati getuna og viljann til að vinna heimsleikana en eins og margoft hefur komið fram þá er hún til að leggja mikið á sig til að upplifa þann draum sinn. Hlutirnir hafa ekki gengið upp hingað til en mun það breytast í ár? Þeirri spurningu veltir Youtube síða heimsleikanna fyrr sér í nýjum þætti af Inside the Leaderboard en síðan er að telja niður þar sem The Open hefst á fimmtudaginn og markar upphafið af 2021 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Tommy Marquez fjallar þar um möguleika Söru og ræðir við nýja þjálfarann hennar um það hvernig það sé að þjálfa Söru. Sara var sinn eigin þjálfari á síðasta tímabili en Max El-Hag fékk það krefjandi starf að koma henni yfir þröskuldinn á heimsleikunum í ár. „Á síðustu árum hefur Sara náð rosalegum árangri í nethluta heimsleikanna þar sem hún hefur unnið The Open þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum,“ byrjaði Tommy Marquez þáttinn. Tommy Marquez fer yfir það hvernig Sara hefur náð enn betri árangri á undanmótum leikanna milli 2019 og 2020 en það breytti ekki niðurstöðunni á heimsleikunum. Sara varð nítjanda 2019 og svo í 21. sæti í fyrra. „Einu sinni enn tókst henni ekki að færa velgengnina í undanfaranum inn á heimsleikanna og hún datt niður um tvö sæti og komst ekki upp í gegnum fyrsta hlutann,“ sagði Marquez. „Við ætlum að skoða betur feril Söru og eitt sem er mjög áberandi eru allir þjálfarabreytingarnar sem hún hefur gert á þessari vegferð sinni,“ sagði Marquez og ræddi síðan við nýja þjálfarann Max El-Hag. watch on YouTube Max El-Hag fer meðal annars yfir það hvernig The Open skipti minna máli í ár en áður þar sem bestu sætin gefa ekki lengur farseðil á næstu heimsleika eins og undanfarin ár. „Ég veit ekki hversu miklu meiri áherslu þú þarft að setja á The Open til að ná þriðja sætinu eða til að ná fimmtánda sætinu og tryggja þig áfram í undankeppninni. Ég er ekki viss um hvort hún hafi nálgast opna hlutann vitlaust undanfarin ár en með að hafa þetta afslappara í byrjun og leggja meiri áherslu á að toppa seinna á tímabilinu þá mun það hjálpa henni að endast tímabilið. Tímabilið er bæði langt og streituvaldandi,“ sagði Max El-Hag. „Tímabilið er mjög erfitt frá mars fram í lok júlí. Ef þú kemst heill í gegnum The Open án þess að gefa of mikið af þér tilfinningalega þá er það besta í stöðunni og við ætlum að reyna að gera það,“ sagði El-Hag. Tommy Marquez spurði líka Max El-Hag um hvaða möguleika Sara hefur á því að vinna heimsmeistaratitilinn langþráða. „Við höfum augun á fjallinu sem við viljum klífa í stóru myndinni en við verðum að vera með fótana á jörðinni á leiðinni þangað og ætlum því að einbeita okkur að því að gera betur en í fyrra,“ sagði Max El-Hag. Það má sjá allt viðtalið og allan þáttinn hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira