Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 06:45 Morð var framið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Skjólstæðingur Steinbergs Finnbogasonar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur en var látinn laus í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Morð í Rauðagerði Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Morð í Rauðagerði Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira