Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 06:45 Morð var framið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Skjólstæðingur Steinbergs Finnbogasonar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur en var látinn laus í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Morð í Rauðagerði Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Morð í Rauðagerði Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira