Varnarleysi gegn pólitískum skipunum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 8. mars 2021 07:31 Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun