Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 20:08 Skíðafólk getur nú fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Vísir/Vilhelm Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. „Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“ Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“
Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira