Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 18:06 Trump nýtur enn mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Honum líkar þó ekki að nafn sitt sé notað í fjáröflun fyrir flokkinn. Getty/Bloomberg Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19