Heyrði fyrst af áhuga Bayern eftir stærðfræðipróf í háskólanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 10:00 Það tók Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur aðeins tvær mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Bayern München. bayern München Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun með þýska stórliðinu Bayern München í fyrradag. Hún kann afar vel við sig hjá liðinu og er búin að koma sér vel fyrir í München þótt hún viðurkenni að það hafi verið krefjandi að flytja að heiman og til stórborgarinnar. Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira