Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 09:01 Karlmaðurinn var skilinn eftir í lífshættulegu ástandi á heimili sínu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira