Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 77-81 | Stigin tvö fara í Vesturbæ Atli Arason skrifar 4. mars 2021 23:45 Körfubolti, Dominos deild kk Kr - Tindastóll Foto: Elín Björg KR-ingar byrjuðu leikinn ekki í kvöld ekki vel. Fyrstu stig þeirra komu ekki fyrr en eftir rúmar 3 mínútur en það var Matthías Orri sem sá um það. Njarðvíkingar hittu hins vegar betur í upphafi leiksins og náðu mest 10 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en leikhlutanum lauk með 6 stiga sigri heimamanna 23-17. Dæmið snerist svo við í öðrum leikhluta. Í stöðunni 35-27 þá hætta Njarðvíkingar að hitta á körfuna og Vesturbæingar ríða á vaðið og skora 10 stig í röð og ná forystunni í fyrsta sinn í leiknum 35-37. Logi Gunnarsson setur svo niður körfu fyrir utan og Njarðvíkingar fara einu stigi yfir inn í hálfleik, 38-37. KR-ingar voru svo mikið betri í þriðja leikhlutanum, eða þá að Njarðvíkingar voru mikið slakari í þriðja, hvernig sem horft er á það. Gestirnir unnu leikhlutan 18-26 en skotnýting beggja liða var ekki upp á marka fiska. Þegar fjórði leikhluti hófst þá var staðan 56-63 fyrir KR og hún hélst nokkurn veginn þannig út leikhlutan þangað til að Njarðvíkingar stefndu í það að gera leikinn spennandi með þriggja stiga körfu Maciek sem minnkaði muninn niður í fjögur stig þegar 2 mínútur voru eftir en nær komust heimamenn ekki. Bæði lið skiptust á því að tapa boltanum og klikka á skotum það sem eftir lifði leiks og voru ekki nema 2 stig skoruð á báðar körfur síðustu 2 mínúturnar. Lokastaðan, 77-81. Af hverju vann KR? Skotnýting KR var ekki góð í kvöld en skotnýting Njarðvíkur var verri. Skotnýting KR af gólfinu var 45% en skotnýting Njarðvíkur var 40%. Heimamönnum gekk heldur ekkert að hitta af vítalínunni, með aðeins 46% nýtingu á meðan KR setti 85% skota sinna af vítalínunni niður. Hverjir stóðu upp úr? Tyler Sabin varð eins og oft áður stigahæstur, í þetta sinn með 26 stig. Sabin var þó aðeins með bara með eitt frákast og tvær stoðsendingar. Brandon Nazione var þó heilt yfir besti leikmaður KR með 20 stig og 7 fráköst ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Antonio Hester stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? KR fer næst í heimsókn til Sauðárkróks á sunnudaginn á meðan að Njarðvík heimsækir Hauka á Ásvöllum. Einar Árni er þjálfari Njarðvíkur.vísir/bára Einar Árni: Hester þarf að gera mun betur varnarlega Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur, var sár með frammistöðu sinna manna í tapinu gegn KR í kvöld. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Það eru vonbrigði hvað við vorum daprir þegar það kemur að ákvarðanatöku á báðum endum. Menn voru ósáttir við sjálfa sig í sóknarlega í fyrri hálfleik og það var enginn bæting á því í seinni hálfleik. Við erum með stóra manninn okkar í einhverjum 25 stigum en það jafnast út því Brandon er með 20 stig hinu megin. Hester þarf að gera mun betur varnarlega. Svo erum við með of marga leikmenn sem voru bara týndir í kvöld. Rodney sem dæmi var bara ekki með okkur í kvöld, hann hitti ekkert. Við vorum alltaf að bíða eftir að það myndi kvikna á honum. Við vitum að hann hefur gæði og allt það en hann einhvern veginn fann sig aldrei. En fyrst og síðast svona strax eftir leik þá eru þetta slæmar ákvarðanatökur, við erum að reyna of erfiðar sendingar, tapaðir boltar og fleira. Við erum oft á tíðum ekki að gera það sem við ætluðum að gera varnarlega líka. Ákvarðanatökurnar voru ekki góðar. Þetta voru mikill vonbrigði,“ sagði óánægður þjálfari Njarðvíkur í viðtali eftir leik. Njarðvík var betra liðið í upphafi leiksins en hleyptu KR-ingum aftur inn í leikinn og Vesturbæingar slepptu í raun aldrei takinu á leiknum eftir að hafa náð forystunni í síðari hálfleik. Einar kennir slökum sóknarleik Njarðvíkinga um. „Við erum upp 35-27 ef ég man rétt og þá skora þeir 10-0, þetta eru svo sem röð atvika en fyrst og fremst slakur sóknarleikur hjá okkur sem að hleypir þeim aftur inn í leikinn og þeir komast yfir og þetta var titurlega jafn leikur, munaði bara einu stigi í hálfleik. Við ætluðum okkur að mæta út í seinni hálfleikinn af ákefð og með betri sóknarleik en það varð aldeilis ekki,“ svaraði Einar Árni. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Haukum sem unnu óvænt í Ljónagryfjunni í fyrsta leik eftir covid hlé. Það verður allt undir í þeim leik hjá báðum liðum. „Bæði liðin hafa veikst mikið síðan þá en það er leikur sem við ætlum að fara í og leggja allt í sölurnar. Við þurfum að vinna þann leik, það er bara þannig. Við erum ekki í góðum málum spilanlega hérna í dag. Þetta er allt of köflótt. Við þurfum meiri stöðugleika og meiri gæði,“ sagði Einar Árni Jóhannesson að lokum. Darri Freyr Atlasonvísir/vilhelm Darri Freyr: Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Dominos-deild karla KR UMF Njarðvík Íslenski körfuboltinn
KR-ingar byrjuðu leikinn ekki í kvöld ekki vel. Fyrstu stig þeirra komu ekki fyrr en eftir rúmar 3 mínútur en það var Matthías Orri sem sá um það. Njarðvíkingar hittu hins vegar betur í upphafi leiksins og náðu mest 10 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en leikhlutanum lauk með 6 stiga sigri heimamanna 23-17. Dæmið snerist svo við í öðrum leikhluta. Í stöðunni 35-27 þá hætta Njarðvíkingar að hitta á körfuna og Vesturbæingar ríða á vaðið og skora 10 stig í röð og ná forystunni í fyrsta sinn í leiknum 35-37. Logi Gunnarsson setur svo niður körfu fyrir utan og Njarðvíkingar fara einu stigi yfir inn í hálfleik, 38-37. KR-ingar voru svo mikið betri í þriðja leikhlutanum, eða þá að Njarðvíkingar voru mikið slakari í þriðja, hvernig sem horft er á það. Gestirnir unnu leikhlutan 18-26 en skotnýting beggja liða var ekki upp á marka fiska. Þegar fjórði leikhluti hófst þá var staðan 56-63 fyrir KR og hún hélst nokkurn veginn þannig út leikhlutan þangað til að Njarðvíkingar stefndu í það að gera leikinn spennandi með þriggja stiga körfu Maciek sem minnkaði muninn niður í fjögur stig þegar 2 mínútur voru eftir en nær komust heimamenn ekki. Bæði lið skiptust á því að tapa boltanum og klikka á skotum það sem eftir lifði leiks og voru ekki nema 2 stig skoruð á báðar körfur síðustu 2 mínúturnar. Lokastaðan, 77-81. Af hverju vann KR? Skotnýting KR var ekki góð í kvöld en skotnýting Njarðvíkur var verri. Skotnýting KR af gólfinu var 45% en skotnýting Njarðvíkur var 40%. Heimamönnum gekk heldur ekkert að hitta af vítalínunni, með aðeins 46% nýtingu á meðan KR setti 85% skota sinna af vítalínunni niður. Hverjir stóðu upp úr? Tyler Sabin varð eins og oft áður stigahæstur, í þetta sinn með 26 stig. Sabin var þó aðeins með bara með eitt frákast og tvær stoðsendingar. Brandon Nazione var þó heilt yfir besti leikmaður KR með 20 stig og 7 fráköst ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Antonio Hester stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? KR fer næst í heimsókn til Sauðárkróks á sunnudaginn á meðan að Njarðvík heimsækir Hauka á Ásvöllum. Einar Árni er þjálfari Njarðvíkur.vísir/bára Einar Árni: Hester þarf að gera mun betur varnarlega Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur, var sár með frammistöðu sinna manna í tapinu gegn KR í kvöld. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Það eru vonbrigði hvað við vorum daprir þegar það kemur að ákvarðanatöku á báðum endum. Menn voru ósáttir við sjálfa sig í sóknarlega í fyrri hálfleik og það var enginn bæting á því í seinni hálfleik. Við erum með stóra manninn okkar í einhverjum 25 stigum en það jafnast út því Brandon er með 20 stig hinu megin. Hester þarf að gera mun betur varnarlega. Svo erum við með of marga leikmenn sem voru bara týndir í kvöld. Rodney sem dæmi var bara ekki með okkur í kvöld, hann hitti ekkert. Við vorum alltaf að bíða eftir að það myndi kvikna á honum. Við vitum að hann hefur gæði og allt það en hann einhvern veginn fann sig aldrei. En fyrst og síðast svona strax eftir leik þá eru þetta slæmar ákvarðanatökur, við erum að reyna of erfiðar sendingar, tapaðir boltar og fleira. Við erum oft á tíðum ekki að gera það sem við ætluðum að gera varnarlega líka. Ákvarðanatökurnar voru ekki góðar. Þetta voru mikill vonbrigði,“ sagði óánægður þjálfari Njarðvíkur í viðtali eftir leik. Njarðvík var betra liðið í upphafi leiksins en hleyptu KR-ingum aftur inn í leikinn og Vesturbæingar slepptu í raun aldrei takinu á leiknum eftir að hafa náð forystunni í síðari hálfleik. Einar kennir slökum sóknarleik Njarðvíkinga um. „Við erum upp 35-27 ef ég man rétt og þá skora þeir 10-0, þetta eru svo sem röð atvika en fyrst og fremst slakur sóknarleikur hjá okkur sem að hleypir þeim aftur inn í leikinn og þeir komast yfir og þetta var titurlega jafn leikur, munaði bara einu stigi í hálfleik. Við ætluðum okkur að mæta út í seinni hálfleikinn af ákefð og með betri sóknarleik en það varð aldeilis ekki,“ svaraði Einar Árni. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Haukum sem unnu óvænt í Ljónagryfjunni í fyrsta leik eftir covid hlé. Það verður allt undir í þeim leik hjá báðum liðum. „Bæði liðin hafa veikst mikið síðan þá en það er leikur sem við ætlum að fara í og leggja allt í sölurnar. Við þurfum að vinna þann leik, það er bara þannig. Við erum ekki í góðum málum spilanlega hérna í dag. Þetta er allt of köflótt. Við þurfum meiri stöðugleika og meiri gæði,“ sagði Einar Árni Jóhannesson að lokum. Darri Freyr Atlasonvísir/vilhelm Darri Freyr: Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti