Lýðræði ofar ríki! Ágústa Ágústsdóttir skrifar 4. mars 2021 08:31 Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands. Lýðræðið byggist á því að völd ríkisins komi frá fólkinu en ekki ríkinu sjálfu. Bandaríski heimspekingurinn John Dewey áleit að lýðræði væri fyrst og fremst trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru, að hið lýðræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli. Lýðræðið er mikilvægast öllu í lýðveldi, því grunnur þess byggist á að valdið í samfélagi okkar eigi frumuppsprettu sína hjá fólkinu. Innan þess þrífst tjáningarfrelsi sem leiðir af sér upplýstar ákvarðanir. Og við höfum réttinn til að kjósa valdhafa, sem við gefum umboð til að starfa á Alþingi fyrir okkar hönd. Þó er það svo að þótt Íslenska ríkið teljist réttarríki og stjórnarskráin gefi fögur fyrirheit þýðir það ekki að svo sé. Stjórnarskrá lýðveldisins er æðsta réttarheimild Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að lúta. Það voru vonbrigði að lesa yfir stjórnarskrána og finna að orðið „lýðræði“ kemur hvergi fyrir. Eingöngu orðið „lýðveldi“. Hvergi kemur fram mikilvægi þess að vernda lýðræðið (uppsprettu valdsins). „Forræðishyggja er hugtak sem gjarnan er notað um stjórnmálastefnur sem vilja hafa ríkisvaldið sterkt, lagaboð mörg og athafnafrelsi einstaklinga takmarkað meðan ríkisvaldið tekur ákvarðanir fyrir fólkið og stendur í framkvæmdum. Meginhugsun forræðishyggju er sú að almennir borgarar séu almennt ekki færir um að hugsa skynsamlega eða rökrétt, og því þurfi að stjórna og stýra athöfnum þeirra með valdboði til að tryggja að þeir fari sér eða öðrum ekki að voða“. Forræðishyggja er orðið útbreitt mein í íslensku stjórnarfari. Þetta sjáum við orðið víða innan stjórnkerfisins og nýjasta æðið er náttúruverndin. Hvar er virðingin fyrir lýðræðislegri stjórnskipan Þjóðlendna íslendinga ? Hvers vegna finnst fólki það aðlaðandi mynd að gefa sitt eigið land til risastórrar ríkisstofnunar, með lagabákni sem ekkert lýðræði nær til, eingöngu vegna þess að orðin „þjóðgarður“, „komandi kynslóðir“, „náttúruvernd“ og „utanvegaakstur“ er notað ? Fallega skreytt áróðurs-stikkorð sem hamrað er nógu oft á til að menn taki trúnna. Erum við kannski orðin svo leiðitöm að nóg er að kalla „úlfur úlfur“ svo fjöldinn fylki sér í línu eins og sauðfé, með töfraflautuleikarann í broddi fylkingar á glimmerstráðum vegslóða á leið til Sælulands ? Náttúruvernd sem breytist í trúarbrögð er hættuleg trú. Innan þess rúmast engin rök. Í skrá Umhverfisstofnunar ríkisins á fjölda skráðra tilfella utanvegaaksturs 2019, sést að vandinn er mestur á Breiðamerkursandi. Síðast þegar ég vissi var Breiðamerkursandur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er alls ekki eini staðurinn innan þjóðgarðs í þessari skrá. Og að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpssal grípa til þeirra einu raka fyrir stofnun Miðhálendisþjóðgarðs að stöðva þurfi utanvegaakstur, er sorglegt dæmi um fáfræði og vanþekkingu á staðreyndum. Svo ég tali nú ekki um áróðurinn. Þjóðgarður stöðvar ekki utanvegaakstur. Að halda slíku fram er jafngáfulegt rökum UST að friðlýsa þurfi stór uppgróin landsvæði vegna ágangs lúpínu, erlendra trjátegunda og minks (því auðvitað gefur augaleið að þessar tegundir gufi af sjálfsdáðum bara upp af guðs náð, eftir að búið er að blessa landið formlega af yfirvöldum). Samvinna og lausnamiðun í þágu fjölbreytni og almannaréttar virðist ekki eiga sæti innan þessarar stefnu. Enda er einkennilegt, þegar til landsins koma hópar af erlendum sjálfboðaliðum til að vinna í þjóðgörðunum, er íslenskum sjálfboðaliðum í samtökum eins og 4x4 klúbbnum vísað á dyr. Þeir eru ötulir í ýmsum verkefnum í samstarfi við t.d. UST, Landgræðsluna o.fl. og hafa metnaðarfulla stefnu innan sinna raða þar sem unnið er að fræðslu um ábyrgan ferðamáta í sátt við náttúruna og leggjast hart gegn hvers konar utanvegaakstri. Þessi umræða er yfirleitt alltaf þögguð niður með uppmálaðri ímynd þar sem samasem merki er sett á milli náttúruníðings og eiganda jeppa á stórum dekkjum. „Komandi kynslóðir“ er vinsælt slagorð þar sem forræðishyggjan ríður um sem riddari á hvítum hesti tilbúinn að bjarga komandi kynslóðum frá sjálfum sér. Við höfum engan rétt á að binda hendur þeirra með óafturkræfum aðgerðum, vegna þess að það sem bíður þeirra í framtíðinni, er okkur hulið í dag. Það er sérkennilegt að skoða sögu þess vinstri sinnaða flokks sem nú breiðir út grænu skattavængi sína. Í fyrri stjórnartíð þeirra sá flokkurinn sérstaklega um að þrýsta stóriðjunni á Bakka og Helguvík í gegn á ógnarhraða rétt fyrir kosningar með upphefjandi og fegrandi orðum. Þá var lítið mál að umturna Þeistareykjum. Skyndilega stendur sama fólkið grenjandi af frekju í pontu Alþingis yfir því, að fá ekki óhindrað að stofnanavæða hið heilaga trúaraltari þeirra á hálendinu til að koma í veg fyrir alla orkuvinnslu. Það væri þá heiðarlegra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt mál sem varðar hagsmuni okkar allra. Ekki bara þjóðgarðssinna. Það væri lýðræði. Náttúruvernd með valdboðum og hótunum um fangelsisvist á ekkert skylt við slíkt. Höfundur er lýðræðissinni, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands. Lýðræðið byggist á því að völd ríkisins komi frá fólkinu en ekki ríkinu sjálfu. Bandaríski heimspekingurinn John Dewey áleit að lýðræði væri fyrst og fremst trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru, að hið lýðræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli. Lýðræðið er mikilvægast öllu í lýðveldi, því grunnur þess byggist á að valdið í samfélagi okkar eigi frumuppsprettu sína hjá fólkinu. Innan þess þrífst tjáningarfrelsi sem leiðir af sér upplýstar ákvarðanir. Og við höfum réttinn til að kjósa valdhafa, sem við gefum umboð til að starfa á Alþingi fyrir okkar hönd. Þó er það svo að þótt Íslenska ríkið teljist réttarríki og stjórnarskráin gefi fögur fyrirheit þýðir það ekki að svo sé. Stjórnarskrá lýðveldisins er æðsta réttarheimild Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að lúta. Það voru vonbrigði að lesa yfir stjórnarskrána og finna að orðið „lýðræði“ kemur hvergi fyrir. Eingöngu orðið „lýðveldi“. Hvergi kemur fram mikilvægi þess að vernda lýðræðið (uppsprettu valdsins). „Forræðishyggja er hugtak sem gjarnan er notað um stjórnmálastefnur sem vilja hafa ríkisvaldið sterkt, lagaboð mörg og athafnafrelsi einstaklinga takmarkað meðan ríkisvaldið tekur ákvarðanir fyrir fólkið og stendur í framkvæmdum. Meginhugsun forræðishyggju er sú að almennir borgarar séu almennt ekki færir um að hugsa skynsamlega eða rökrétt, og því þurfi að stjórna og stýra athöfnum þeirra með valdboði til að tryggja að þeir fari sér eða öðrum ekki að voða“. Forræðishyggja er orðið útbreitt mein í íslensku stjórnarfari. Þetta sjáum við orðið víða innan stjórnkerfisins og nýjasta æðið er náttúruverndin. Hvar er virðingin fyrir lýðræðislegri stjórnskipan Þjóðlendna íslendinga ? Hvers vegna finnst fólki það aðlaðandi mynd að gefa sitt eigið land til risastórrar ríkisstofnunar, með lagabákni sem ekkert lýðræði nær til, eingöngu vegna þess að orðin „þjóðgarður“, „komandi kynslóðir“, „náttúruvernd“ og „utanvegaakstur“ er notað ? Fallega skreytt áróðurs-stikkorð sem hamrað er nógu oft á til að menn taki trúnna. Erum við kannski orðin svo leiðitöm að nóg er að kalla „úlfur úlfur“ svo fjöldinn fylki sér í línu eins og sauðfé, með töfraflautuleikarann í broddi fylkingar á glimmerstráðum vegslóða á leið til Sælulands ? Náttúruvernd sem breytist í trúarbrögð er hættuleg trú. Innan þess rúmast engin rök. Í skrá Umhverfisstofnunar ríkisins á fjölda skráðra tilfella utanvegaaksturs 2019, sést að vandinn er mestur á Breiðamerkursandi. Síðast þegar ég vissi var Breiðamerkursandur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er alls ekki eini staðurinn innan þjóðgarðs í þessari skrá. Og að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpssal grípa til þeirra einu raka fyrir stofnun Miðhálendisþjóðgarðs að stöðva þurfi utanvegaakstur, er sorglegt dæmi um fáfræði og vanþekkingu á staðreyndum. Svo ég tali nú ekki um áróðurinn. Þjóðgarður stöðvar ekki utanvegaakstur. Að halda slíku fram er jafngáfulegt rökum UST að friðlýsa þurfi stór uppgróin landsvæði vegna ágangs lúpínu, erlendra trjátegunda og minks (því auðvitað gefur augaleið að þessar tegundir gufi af sjálfsdáðum bara upp af guðs náð, eftir að búið er að blessa landið formlega af yfirvöldum). Samvinna og lausnamiðun í þágu fjölbreytni og almannaréttar virðist ekki eiga sæti innan þessarar stefnu. Enda er einkennilegt, þegar til landsins koma hópar af erlendum sjálfboðaliðum til að vinna í þjóðgörðunum, er íslenskum sjálfboðaliðum í samtökum eins og 4x4 klúbbnum vísað á dyr. Þeir eru ötulir í ýmsum verkefnum í samstarfi við t.d. UST, Landgræðsluna o.fl. og hafa metnaðarfulla stefnu innan sinna raða þar sem unnið er að fræðslu um ábyrgan ferðamáta í sátt við náttúruna og leggjast hart gegn hvers konar utanvegaakstri. Þessi umræða er yfirleitt alltaf þögguð niður með uppmálaðri ímynd þar sem samasem merki er sett á milli náttúruníðings og eiganda jeppa á stórum dekkjum. „Komandi kynslóðir“ er vinsælt slagorð þar sem forræðishyggjan ríður um sem riddari á hvítum hesti tilbúinn að bjarga komandi kynslóðum frá sjálfum sér. Við höfum engan rétt á að binda hendur þeirra með óafturkræfum aðgerðum, vegna þess að það sem bíður þeirra í framtíðinni, er okkur hulið í dag. Það er sérkennilegt að skoða sögu þess vinstri sinnaða flokks sem nú breiðir út grænu skattavængi sína. Í fyrri stjórnartíð þeirra sá flokkurinn sérstaklega um að þrýsta stóriðjunni á Bakka og Helguvík í gegn á ógnarhraða rétt fyrir kosningar með upphefjandi og fegrandi orðum. Þá var lítið mál að umturna Þeistareykjum. Skyndilega stendur sama fólkið grenjandi af frekju í pontu Alþingis yfir því, að fá ekki óhindrað að stofnanavæða hið heilaga trúaraltari þeirra á hálendinu til að koma í veg fyrir alla orkuvinnslu. Það væri þá heiðarlegra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt mál sem varðar hagsmuni okkar allra. Ekki bara þjóðgarðssinna. Það væri lýðræði. Náttúruvernd með valdboðum og hótunum um fangelsisvist á ekkert skylt við slíkt. Höfundur er lýðræðissinni, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi á Norðausturlandi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun