Óróapúlsinn er suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum skjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.
Vísir verður í beinni útsendingu næstu mínútur úr þyrlunni og af jörðu niðri á Reykjanesinu.
Uppfært klukkan 17:22
Útsendingunni er lokið. Ítarleg umfjöllun um óróann verður áfram á Vísi í vaktinni og svo í löngum kvöldfréttatíma vegna gosóróans.