„Þetta hefur faktískt verið frekar rólegt, þannig að það er kannski bara lognið á undan storminum,“ segir Ásgeir.
Bæjarbúar séu algjörlega á fullu viðbragði og bíði fyrirmæla frá almannavörnum. Björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu og þjónustumiðstöð í Vogum tilbúin ef þörf er á.
„En þetta er auðvitað svo langt frá byggð, jafnvel þó að komi upp hraun,“ segir Ásgeir.