Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. mars 2021 14:52 Skjálftahrinan á Reykjanesi hefur varað í rúma viku. Nú bendir ýmislegt til þess að eldgos sé í þann mund að hefjast. Vísir/Vilhelm Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira