Strákarnir björguðu lífi mínu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 11:30 Þórunn Erna Clausen gekk í gegnum erfiðan missi fyrir áratug síðan og hefur nú gefið út plötu með lögum til Sjonna Brink. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen. Einkalífið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen.
Einkalífið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira