Fór fertug í glasafrjóvgun og valdi þann sem kom henni til að hlæja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Ísgerður er fertug og er ólétt af sínu fyrsta barni. Ísgerður Gunnarsdóttir er lærð leikkona frá London og komið víða við. Hún hefur aðallega unnið með börnum og var til að mynda í Krakkafréttum, Stundinni okkar og fleira. Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira