Fór fertug í glasafrjóvgun og valdi þann sem kom henni til að hlæja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Ísgerður er fertug og er ólétt af sínu fyrsta barni. Ísgerður Gunnarsdóttir er lærð leikkona frá London og komið víða við. Hún hefur aðallega unnið með börnum og var til að mynda í Krakkafréttum, Stundinni okkar og fleira. Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira