Fór fertug í glasafrjóvgun og valdi þann sem kom henni til að hlæja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Ísgerður er fertug og er ólétt af sínu fyrsta barni. Ísgerður Gunnarsdóttir er lærð leikkona frá London og komið víða við. Hún hefur aðallega unnið með börnum og var til að mynda í Krakkafréttum, Stundinni okkar og fleira. Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Sjá meira
Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Sjá meira