Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn Jón Pétursson skrifar 2. mars 2021 16:30 Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jón Pétursson Húsnæðismál Miðflokkurinn Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun